Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   fim 15. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freyr snýr aftur til Dalvíkur/Reynis (Staðfest) - Auðunn framlengir
Mynd: Dalvík/Reynir
Freyr Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Freyr er miðjumaður fæddur árið 2001 en hann spilaði með Dalvík/Reyni árið 2024 áður en hann hélt til Bandaríkjanna í mastersnám. Hann varð síðan fyrir meiðslum og spilaði ekkert síðasta sumar.

Markvörðurinn Auðunn Ingi Valtýsson skrifaði þá undir nýjan eins árs samning.

Auðunn er fæddur árið 2002 og gekk til liðs við Dalvík/Reyni frá Þór fyrir síðasta tímabil en hann var aðalmarkvörður liðsins í 2. deild og spilaði alla leikina þegar liðið hafnaði í 5. sæti.
Athugasemdir