Nigeria 0 - 0 Morocco (2-4 í vítaspyrnukeppni)
Marokkó er komið í úrslit Afríkukeppninnar sem fram fer einmitt í Marokkó. Liðið mætti Nígeríu í undanúrslitunum í kvöld.
Nígería náði lítið sem ekkert að ógna marki Marokkó en það gekk betur hjá heimamönnum. Þrátt fyrir það var niðurstaðan markalaust jafntefli.
Grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni þar sem Samuel Chukwueze og Fisayo Dele-Bashiru klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Nígeríu en aðeins Hamza Igamene klikkaði hjá Marokkó.
Marokkó mætir Senegal í úrslitum þann 18 janúar en Egyptaland og Nígería mætast í leik um bronsið 17. janúar.
Athugasemdir





