Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Mark Ronaldo dugði ekki til í titilbaráttuslag
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al Nassr
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al Nassr
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al Nassr í svekkjandi 3-1 tapi gegn Al Hilal í titilbaráttuslag í Sádi-Arabíu í kvöld.

Portúgalinn skoraði eina mark Al Nassr undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá franska vængmanninum Kingsley Coman.

Þetta var 959. mark Ronaldo á ferlinum og færist hann nær markmiði sínu sem er að skora 1000 mörk.

Salem Al Dawsari jafnaði metin úr vítaspyrnu áður en hálfleikurinn var úti og bætti það gráu ofan á svart fyrir Al Nassr er markvörðurinn Nawaf Al Aqidi sá rauða spjaldið hálftíma fyrir leikslok.

Mohamed Kanno skoraði annað mark Al Hilal á 81. mínútu eftir stoðsendingu Ruben Neves og tveimur mínútum síðar var Ronaldo tekinn af velli.

Neves gulltryggði sigur Al Hilal með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Al Hilal er á toppnum í deildinni með 38 stig, sjö stigum meira en Al Nassr sem er í öðru sæti.


Athugasemdir
banner