Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mertesacker hættir hjá Arsenal
Per Mertesacker.
Per Mertesacker.
Mynd: EPA
Per Mertesacker mun hætta sem yfirmaður unglingaakademíu Arsenal næsta sumar. Félagið hefur staðfest þetta með tilkynningu.

Mertesacker hefur gegnt hlutverkinu í átta ár en hann er jafnframt fyrrum leikmaður Arsenal. Hann spilaði með Arsenal frá 2011 til 2018.

Frá því að Mertesacker tók við stöðunni hafa þónokkrir leikmenn komið upp úr unglingastarfinu á má þar helst nefna Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly. Hinn bráðefnilegi Max Dowman er svo annað dæmi.

„Núna er kominn tími til að upplifa eitthvað nýtt," segir Mertesacker.

Richard Garlick, framkvæmdastjóri Arsenal, segir að félagið styðji Mertesacker í ákvörðun sinni en á sama tíma sé mjög sorglegt að hann sé að fara.
Athugasemdir
banner