Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maresca var undir ströngu eftirliti síðustu vikurnar
Mynd: EPA
Kavanagh starfaði áður hjá enska sambandinu.
Kavanagh starfaði áður hjá enska sambandinu.
Mynd: Enska sambandið
Enzo Maresca var undir ströngu eftirliti hjá Chelsea síðustu vikurnar áður en hann yfirgaf félagið. Ráðamenn fóru þá leið að vera með yfirlækni félagsins á varamannabekknum til að passa að Maresca myndi ekki láta leikmenn spila of mikið. Maresca hætti sem stjóri Chelsea í byrjun árs og Liam Rosenior var ráðinn í hans stað.

Daily Mail fjallar um að Maresca hafi oft neitað að taka leikmenn af velli sem væru að snúa til baka eftir meiðsli. Maresca fékk formlegt skeyti frá ráðamönnum félagsins um að hann yrði að fylgja fyrirmælum.

Maresca sagði á fréttamannafundi í desember frá því að hann hefði upplifað verstu 48 klukkustundir ferilsins eftir sigur á Everton. Heimildarmenn vilja meina að rifist hafi verið um hvernig Marseca höndlaði leikmenn sem væru að snúa aftur meiðsli. Maresca á að hafa farið gegn ráðleggingum læknateymisins.

Eftir að tveir ónefndir leikmenn meiddust aftur eftir að hafa snúið til baka þá tóku ráðamenn sig til og settu Ástralann Bryce Cavanagh á varamannabekkinn þegar liðið spilaði. Það var gert svo Cavanagh myndi minna Maresca á fyrirfram samþykkta tímapunkta varðandi skiptingar. Leikmenn ættu ekki að spila allar 90 mínúturnar og ekki fleiri en ákveðið margar mínútur þegar þeir væru að snúa aftur.

Sagt er frá því að Cavanagh hafi í sumum tilfellum þó ráðlagt Maresca að sumir leikmenn gætu spilað lengur eftir að hafa fylgst með þeim og þróun þeirra í leiknum. Cavanagh sat ekki við hlið Maresca en var á svæðinu og sýnilegur. Sagt er frá því að hann hafi fyrst verið á bekknum 20. desember gegn Newcastle, viku eftir að Maresca lét fyrst óángæju sína í ljós.

Sambandið við ráðamenn var stirt og Maresca fékk skeyti til að minna á hverjar hans skyldur væru. Þetta er þó ekki eina ástæðan fyrir slæmu sambandi því það var ekki mikil ánægja þegar Maresca lét Chelsea vita að hans umboðsaðilar hefðu rætt við Manchester City og Juventus í október og desember.
Athugasemdir
banner