Arsenal er með 3-2 forystu í undanúrslitaeinvíginu eftir fyrri leikinn á Stamford Bridge í enska deildabikarnum í kvöld.
„Það er bara hálfleikur. Við mættum mjög góðu liði á erfiðum velli. Ég er stoltur af liðinu," sagði Mikel Arteta.
Kai Havertz er kominn aftur eftir langvarandi meiðsli og það er því að fjölga sóknarmönnum í liðinu.
„Það gefur okkur meiri samkeppni og við þurfum á þeim að halda. Þeir verða mjög mikilvægir, allir munu fá mínútur því við eigum marga leiki eftir, ég er svo ánægður að hafa þá alla," sagði Arteta.
Athugasemdir




