Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 10:32
Elvar Geir Magnússon
Útskýrir af hverju Orri var tekinn af velli eftir að hafa komið af bekknum
Orri hefur verið meiddur nánast allt tímabilið.
Orri hefur verið meiddur nánast allt tímabilið.
Mynd: EPA
Beðið er eftir niðurstöðu úr skoðun á Orra Steini Óskarssyni sem fór meiddur af velli í leik með Real Sociedad í gær, eftir að hafa komið inn af bekknum sem varamaður örfáum mínútum áður.

Orri kom inn af bekknum hjá á 89. mínútu í bikarleik gegn Osasuna og í kjölfarið gerði Sociedad mikilvægt jöfnunarmark í uppbótartíma, en síðan var Orra óvænt skipt af velli áður en framlengingin hófst.

Stuðningsmenn spænska liðsins furðuðu sig á þessari skiptingu og einhverjir gagnrýndu Pellegrino Matarazzo, stjóra liðsins, fyrir slæma framkomu í garð Orra.

Matarazzo útskýrði hinsvegar eftir leik að ekki hefði verið um taktíska breytingu að ræða heldur hefði Orri fundið fyrir meiðslum og þurft að fara af velli.

Orri var nýkominn til baka eftir rúmlega hundrað daga fjarveru vegna meiðsla. Orri spilaði fyrstu þrjár umferðirnar í La Liga áður en hann meiddist. Hann spilaði svo örfáar mínútur í deildarleik um daginn en er nú kominn aftur á meiðslalistann.

Orri er landsliðsfyrirliði Íslands en gat ekkert spilað með í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner