Ollie Clarke, fyrirliði enska D-deildarliðsins Swindon, hefur verið dæmdur í sjö leikja bann og fengið sekt fyrir að fara inn á persónulega líkamshluta andstæðinga í miðjum leik.
Í dómi aganefndar enska sambandsins er talað um gróf og vísvitandi brot. Gera má ráð fyrir því að brotin tengist kynfærum eða afturendum á þeim sem hann braut á.
Í dómi aganefndar enska sambandsins er talað um gróf og vísvitandi brot. Gera má ráð fyrir því að brotin tengist kynfærum eða afturendum á þeim sem hann braut á.
Um er að ræða brot gegn tveimur leikmönnum sem áttu sér stað á 57. mínútu og 94. mínútu þegar Swindon tapaði gegn Cardiff City í deildabikarnum þann 12. ágúst.
Annar af leikmönnunum, sem eru ekki nafngreindir í dómnum, var augljóslega í uppnámi þegar hann ræddi við dómara leiksins. Hann átti erfitt með að tala.
Clarke segir að ekki hafi verið um viljaverk að ræða en aganefndin komst að annarri niðurstöðu.
Athugasemdir


