Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Fyrsta mark Ben White í tæp tvö ár
Mynd: EPA
Arsenal er með 1-0 forystu í hálfleik gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Gestirnir eru með verðskuldaða forystu en White skoraði eina mark leiksins til þessa eftir aðeins sjö mínútna leik. Hann var aleinn inn á teignum og skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Þetta var fyrsta mark White síðan í apríl 2024 en þá skoraði hann tvennu í 5-0 sigri.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner