Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 13:27
Elvar Geir Magnússon
Malen flýgur til Rómar - Raspadori til Atalanta
Mynd: EPA
Roma hefur náð samkomulagi við Aston Villa um sóknarmanninn Donyell Malen sem flýgur til Ítalíu í læknisskoðun í dag.

Um er að ræða lánssamning en Roma er skyldugt til að kaupa hann að lánstímanum loknum.

Malen, sem er 26 ára hollenskur landsliðsmaður, hefur skorað sjö mörk og átt tvær stoðsendingar í 29 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Samkvæmt fréttum mun Roma borga um 2,3 milljónir evra fyrir lánstímann og vera skyldugt til að kaupa hann á 28,8 milljónir evra.

Ítalski sóknarmaðurinn Giacomo Raspadori, sem var sterklega orðaður við Roma, er hinsvegar á leið í læknisskoðun hjá Atalanta.

Raspadori er 25 ára og hefur verið í hlutverki varamanns hjá Atletico Madrid. Hann hefur komið við sögu í 18 leikjum en ekki náð að skora.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner