Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   mið 14. janúar 2026 12:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Enrique
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: EPA
Mirror segir að Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, sé ofarlega á blaði Manchester United í stjóraleit félagsins fyrir næsta sumar.

Michael Carrick hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri út tímabilið og United hyggst svo ráða stjóra til frambúðar eftir tímabilið.

Enrique er sagður tikka í öll box sem stjórnendur United leita eftir; stjóra sem getur höndlað gríðarlega pressu og væntingar. Þá er hann vanur því að vinna titla.

Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu, Barcelona og er nú hjá PSG.

Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino og Carlo Ancelotti eru einnig sagðir á blaði hjá United en veðbankar hafa talið Oliver Glasner, stjóra Crystal Palace, líklegastan.

Athyglisvert er að Enrique mun eiga tólf mánuði eftir af samningi sínum við PSG í sumar og vangaveltur hafa verið um að hann gæti yfirgefið franska stórliðið.
Athugasemdir
banner