Newcastle 0 - 2 Manchester City
0-1 Antoine Semenyo ('53 )
0-2 Rayan Cherki ('90 )
0-1 Antoine Semenyo ('53 )
0-2 Rayan Cherki ('90 )
Manchester City er komið með annan fótinn í úrslit enska deildabikarsins eftir að hafa lagt Newcastle United að velli, 2-0, á St. James' Park í kvöld.
Gestirnir frá Man City náðu ekki að skapa sér neitt í fyrri hálfleiknum og var þetta aðeins í annað sinn á tímabilinu sem liðinu mistekst að eiga skot á markið í fyrri hálfleik.
Yoane Wissa fékk frábært færi til að koma Newcastle yfir en setti boltann yfir markið.
Í síðari hálfleik komust Man City menn yfir á 53. mínútu er Jeremy Doku kom boltanum frá vinstri inn á teiginn á Bernardo Silva sem potaði honum í átt að fjærstönginni og þar lúrði Antoine Semenyo sem skoraði annað mark sitt í öðrum leiknum með Man City.
Tíu mínútum síðar kom Semenyo boltanum aftur í netið eftir hornspyrnu Tijjani Reijnders. VAR tók hins vegar markið af eftir langa og ítarlega skoðun. Það tók VAR-teymið margar mínútur að ákveða það hvort Erling Braut Haaland hafi verið rangstæður í aðdragandanum en hann stóð fyrir framan Semenyo sem skoraði með hælspyrnu.
Mjög sérstök dómgæsla en niðurstaðan var ekkert mark og áfram hélt leikurinn.
Nick Woltemade kom inn af bekknum og náði að skapa smá usla fyrir Newcastle.
Níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar mínúta var eftir bættu Man City-menn við öðru eftir frábært samspil. Rayan Ait Nouri kom boltanum á Semenyo sem lagði hann inn á Rayan Cherki. Hann kom honum á Ait Nouri sem lagði hann aftur fyrir Cherki sem skoraði með góðu skoti. Frábær spilamennska hjá gestunum.
Gott veganesti fyrir Man City sem er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn.
Liðin mætast í seinni leiknum á Etihad en hann er spilaður 4. febrúar næstkomandi.
Athugasemdir


