Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mikael Egill kom að marki í öruggum sigri Genoa
Mikael Egill kom að öðru marki Genoa
Mikael Egill kom að öðru marki Genoa
Mynd: EPA
Genoa 3 - 0 Cagliari
1-0 Lorenzo Colombo ('7 )
2-0 Morten Frendrup ('75 )
3-0 Leo Ostigard ('78 )

Mikael Egill Ellertsson og félagar hans í Genoa unnu sannfærandi 3-0 sigur á Cagliari í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Genoa eftir að hafa fiskað vítaspyrnu í síðasta leik liðsins.

Lorenzo Colombo skoraði á 7. mínútu eftir frábæra sendingu frá Úkraínumanninum Ruslan Malinovskyi. Colombo afgreiddi boltann síðan örugglega í netið.

Mikael átti þátt í öðru marki Genoa. Hann átti fyrirgjöf frá hægri vængnum sem var hreinsuð út á Morten Frendrup sem skoraði með þrumufleyg. Stórglæsilegt mark hjá danska leikmanninum.

Þriðja markið gerði Leo Ostigard með skalla eftir aukaspyrnu Aaron Martin þremur mínútum síðar. Öruggur 3-0 sigur Genoa staðreynd sem fer upp um tvö sæti eða í 15. sæti með 19 stig á meðan Cagliari er í 16. sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner