Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í enska bikarnum - Fá annað úrvalsdeildarlið
Macclesfield mætir Brentford
Macclesfield mætir Brentford
Mynd: Macclesfield FC
Dregið var í 4. umferð enska bikarsins í kvöld en utandeildarlið Macclesfield, sem vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Crystal Palace í síðustu umferð, mætir öðru úrvalsdeildarliði.

Macclesfield var sett á laggirnar árið 2020 skömmu eftir að Macclesfield Town fór í gjaldþrot.

Sigur Macclesfield á Palace var sögulegur og ætlar félagið að halda áfram að skrifa söguna en það mun mæta Brentford í 4. umferðinni.

Arsenal tekur á móti Wigan á meðan Manchester City mun spila við Salford eða Swindon.

Aston Villa mætir Newcastle United í eina úrvalsdeildarslag umferðarinnar. Chelsea heimsækir Hull og þá mun Liverpool eða Barnsley spila við Brighton.

Ef Liverpool vinnur Barnsley í kvöld verða úrvalsdeildarslagirnir tveir í 4. umferð.

Alfons Sampsted, Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham mæta Leeds og þá gæti Jason Daði Svanþórsson spilað með Grimsby Town gegn Wolves.

Allir leikirnir eru spilaðir helgina 14. - 15. febrúar.

Drátturinn:
1 Liverpool/ Barnsley - Brighton & Hove Albion
2 Stoke City - Fulham
3 Oxford United - Sunderland
4 Southampton - Leicester City
5 Wrexham - Ipswich Town
6 Arsenal - Wigan Athletic
7 Hull City - Chelsea
8 Burton Albion - West Ham United
9 Burnley - Mansfield Town
10 Norwich City - West Bromwich Albion
11 Port Vale - Bristol City
12 Grimsby Town - Wolverhampton Wanderers
13 Aston Villa - Newcastle United
14 Manchester City - Salford City eða Swindon Town
15 Macclesfield - Brentford
16 Birmingham City - Leeds United
Athugasemdir
banner