La Gazzetta dello Sport segir að Federico Chiesa sé tilbúinn að taka á sig launalækkun til að snúa aftur til Juventus frá Liverpool í þessum mánuði.
Chiesa fær sex milljónir evra á ári frá Liverpool en vill snúa aftur til Tórínó og er sagður í reglulegu sambandi við nokkra af sínum fyrrum liðsfélögum hjá Juventus.
Chiesa fær sex milljónir evra á ári frá Liverpool en vill snúa aftur til Tórínó og er sagður í reglulegu sambandi við nokkra af sínum fyrrum liðsfélögum hjá Juventus.
Það eru um átján mánuðir síðan Chiesa yfirgaf Juventus en ítalska félagið þarf að ná samkomulagi við Liverpool.
Sagt er að Liverpool vilji selja Chiesa en Juventus vilji fá leikmanninn á lánssamningi með ákvæði um möguleg kaup eftir frammistöðulegum ákvæðum.
Chiesa hefur aðeins spilað 529 mínútur á þessu tímabili, skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar í 21 leik.
Athugasemdir



