Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 11:43
Elvar Geir Magnússon
Lesendur styðja það að hætta með framlengingar í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skapast hefur umræða um það í enska boltanum hvort réttast væri að hætta með framlengingar í bikarkeppnum og fara frekar beint í vítaspyrnukeppni.

„Nú á að taka næsta skref og hætta með framlengingar. Það vill þær enginn. Það gerir leikina meira spennandi að hætta með þær, og eykur líkur á óvæntum úrslitum," segir John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror.

Í tengslum við þessa umræðu ákvað Fótbolti.net að kanna hug íslenskra fótboltaáhugamanna varðandi þessa umræðu og velti upp þeirri spurningu hvort hætta ætti með framlengingar í Mjólkurbikarnum hér á landi og fara beint í vítaspyrnukeppni.

Um 68% lesenda eru á því að hætta eigi með framlengingar en 32% vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi.
Mynd: Fótbolti.net

Athugasemdir
banner