Varnarmaðurinn Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blikum á heimsvæði félagsins á Facebook í dag.
Kristín Dís er 26 ára og uppalin hjá Blikum en fór frá félaginu í byrjun 2022 og samdi við Bröndby í Danmörku.
Þar spilaði hún þrjú tímabil áður en hún sneri aftur í Breiðablik síðasta haust.
Á nýafstöðnu tímabili lék hún 27 leiki og skoraði eitt mark er Breiðablik vann tvöfalt.
Alls á hún 203 leiki með Blikum í öllum keppnum og mun hún halda áfram að bæta ofan á það, en hún hefur framlengt samning sinn við félagið.
Kristín á 29 leiki með yngri landsliðum Íslands og verið viðloðandi A-landsliðið en ekki enn þreytt frumraun sína undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.
Athugasemdir




