Lúkas Logi Heimisson hefur framlengt samning sinn við Val og er nú samningsbundinn út árið 2028. Fyrri samningur var í gildi út 2026.
Lúkas Logi er sóknarsinnaður miðjumaður sem Valur keypti af Fjölni fyrir tímabilið 2023 og var hann í stóru hlutverki á síðasta tímabili. Hann er fæddur árið 2003 og er var með skráðan samning út tímabilið 2026.
Lúkas Logi er sóknarsinnaður miðjumaður sem Valur keypti af Fjölni fyrir tímabilið 2023 og var hann í stóru hlutverki á síðasta tímabili. Hann er fæddur árið 2003 og er var með skráðan samning út tímabilið 2026.
Á síðasta tímabili skoraði hann sex mörk og lagði upp fjögur í 16 byrjunarliðsleikjum og alls 26 leikjum í Bestu deildinni. Í tilkynningunni segir að hann hafi mikla trú á nýrri stefnu Vals. Valsarar ætla sér að fjölga mínútum hjá yngri leikmönnum.
„Við erum í skýjunum með að Lúkas hafi valið að halda áfram vegferð sinni með Val. Hann hefur heillað okkur jafnt innan sem utan vallar og mun hann spila lykilhlutverk í framtíð Vals. Við erum gríðarlega spennt að sjá Lúkas á vellinum á þessu tímabili og halda áfram að bæta sig sem leikmaður," segir Gareth Owen sem titlaður er yfirmaður fótboltamála í tilkynningu Vals.
„Ég er mjög ánægður með að framlengja samningi mínum við Val enda hefur mér liðið mjög vel hér á Hlíðarenda. Það eru spennandi tímar framundan og hef ég mikla trú á nýrri stefnu Vals. Ég er sannfærður um að liðið og þjálfarateymið geti náð stórum markmiðum saman. Ég hlakka því til að halda áfram að leggja mitt af mörkum fyrir Val og sjá alla á vellinum í sumar," segir Lúkas sjálfur.
Athugasemdir



