Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   mán 12. janúar 2026 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Barnsley: Sex breytingar hjá Slot - Ekitike á bekknum
Rio Ngumoha fær tækifærið
Rio Ngumoha fær tækifærið
Mynd: EPA
Liverpool tekur á móti Barnsley í 3. umferð enska bikarsins á Anfield klukkan 19:45 í kvöld.

Arne Slot gerir sex breytingar á liði Liverpool en hann gefur mörgum leikmönnum tækifæri sem hafa verið að fá fáar mínútur.

Hinn 17 ára gamli Rio Ngumoha byrjar ásamt Giorgi Mamardashvili, Joe Gomez, Federico Chiesa og Andy Robertson.

Virgil van Dijk er í vörninni og þá er Cody Gakpo fremstur. Hugo Ekitike, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu daga, er á bekknum.

Luca Connell, fyrirliði Barnsley, er fjarverandi í dag þar sem hann tekur úr leikbann en Davis Keillor-Dunn verður fyrirliði í fjarveru Connell.

Conor Hourihane, fyrrum leikmaður Aston Villa og írska landsliðsins, er stjóri Barnsley sem leikur í C-deildinni.

Liverpool: Mamardashvili; Frimpong, Van Dijk, Gomez, Robertson; Szoboszlai, Mac Allister, Jones; Ngumoha, Chiesa, Gakpo.

Barnsley: Cooper; Watson, de Gevigney, Shepherd„O'Keeffe, Ogbeta; Phillips, Yoganathan, Keillor-Dunn, Bland; Cleary.
Athugasemdir
banner
banner
banner