Antoine Semenyo átti annan stórleik með Manchester City sem vann Newcastle United 2-0 í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Manchester Evening News gefur Semenyo, sem skoraði fyrra mark City, átta í einkunn. Hann þreytti frumraun sína gegn Exeter þar sem hann skoraði og lagði upp, og þá gerði hann annað mark sitt í kvöld.
James Trafford og Jeremy Doku fá einnig 8 í liði Man City en Chronicle Live valdi Anthony Elanga og Nick Woltemade slökustu menn Newcastle með 4.
Báðir komu inn af bekknum en Yoane Wissa var slakastur í byrjunarliði heimamanna með 5 í einkunn.
Newcastle: Pope (6), Miley (7), Thiaw (6), Botman (7), Hall (8), Joelinton (6), Guimaraes (6), Ramsey (7), Gordon (6), Murphy (7), Wissa (5).
Varamenn: Barnes (6), Woltemade (4), Tonali (6), Elanga (4)
Man City: Trafford (8), Nunes (6), Khusanov (7), Alleyne (7), Ake (7), O'Reilly (7), Silva (7), Foden (6), Semenyo (8), Doku (8), Haaland (6).
Varamenn: Rodri (7), Reijnders (7), Lewis (6), Cherki (7), Rayan Ait Nouri (7).
Athugasemdir


