Manchester United hefur staðfest ráðninguna á nýjum stjóra en Michael Carrick mun stýra liðinu út tímabilið.
Carrick er goðsögn hjá United en hann lék 464 leiki og vann fimm Englandsmeistaratitla, enska bikarinn, deildabikarinn í tvígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina.
Hann kom inn í þjálfarateymi United árið 2018 þar sem hann vann bæði undir Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Eftir að Solskjær var rekinn tók Carrick við til bráðabirgða áður en Ralf Rangnick var ráðinn í starfið.
Englendingurinn er nú mættur aftur á hliðarlínuna hjá United, en hann tekur við keflinu af Darren Fletcher sem hefur stýrt liðinu til bráðabirgða síðustu daga. Fletcher var fenginn inn eftir að Ruben Amorim var látinn taka poka sinn.
„Það er heiður að fá þá ábyrgð að leiða Manchester United áfram. Ég veit hvað þarf til þess að ná árangri hér og fer öll einbeiting á að hjálpa leikmönnunum að ná þeim mælikvarða sem við ætlumst til hjá þessu félagi og við vitum vel að þessi hópur er vel fær um að gera það.“
„Ég hef unnið með fjölmörgum leikmönnum úr hópnum og fylgst mjög náið með þeim á síðustu árum. Ég hef fulla trú á hæfileikum þeirra, tileinkun og getu til þess að ná árangri hér.“
„Það er enn margt sem við getum barist um á þessu tímabili og við erum reiðubúnir að koma öllum saman og gefa stuðningsmönnum þá frammistöðu sem þeir verðskulda,“ sagði Carrick við undirskrift.
Michael Carrick is back ????
— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2026
Our former captain is our Head Coach for the remainder of 2025/26 ????
Athugasemdir


