Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Arsenal hafði betur á Brúnni - Garnacho skoraði tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 3 Arsenal
0-1 Ben White ('7 )
0-2 Viktor Gyokeres ('49 )
1-2 Alejandro Garnacho ('57 )
1-3 Martin Zubimendi ('71 )
2-3 Alejandro Garnacho ('83 )

Arsenal vann Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins á Stamford Bridge í kvöld.

Liam Rosenior var að stýra Chelsea í fyrsta sinn á heimavelli en báðir stjórar gerðu átta breytingar á liðunum frá sigrum í enska FA-bikarnum á dögunum.

Ben White kom Arsenal yfir snemma leiks. Hann var einn og óvaldaður inn á teignum og skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í framhaldinu en Arsenal var með 1-0 forystu í hálfleik.

Strax í upphafi seinni hálfleiks bætti Viktor Gyökeres við öðru marki af stuttu færi eftir að Robert Sanchez náði ekki að halda boltanum eftir sendingu fyrir markið frá White.

Alejandro Garnacho kom inn á hjá Chelsea stuttu síðar og hann minnkaði muninn eftir sendingu frá Pedro Neto. Martin Zubimendi kom Arsenal aftur í tveggja marka forystu.

En Garnacho var ekki hættur því hann minnkaði muninn eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Hvorki Garnacho né öðrum hjá Chelsea tókst að jafna metin og því fór Arsenal með sigur af hólmi.

Liðin mætast á Emirates þann 3. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner