Deildabikarmeistarar Newcastle United mæta Manchester City í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum klukkan 20:00 í kvöld.
Newcastle vann Liverpool eftirminnilega í úrslitaleiknum á síðasta ári sem var fyrsti titill liðsins í 70 ár.
Man City er annað sigursælasta lið keppninnar frá upphafi með átta titla og freista þess að bæta níunda við.
Leikurinn fer fram á St. James' Park og er seinni undanúrslitaleikurinn á Etihad 4. febrúar næstkomandi.
Leikur dagsins:
20:00 Newcastle - Man City
Athugasemdir



