Janúarmánuður er að verða hálfnaður og glugginn er galopinn. Slúðurpakki dagsins er unninn upp úr samantektum BBC og Daily Mail á því helsta sem er í umræðunni.
Manchester City er tilbúið að gera tilboð í Marc Guehi (25), varnarmann Crystal Palace og Englands, í janúarglugganum en mun ólíklega ganga að verðmiða Palace sem er yfir 35 milljónir punda. (Talksport)
Max Eberl, íþróttastjóri Bayern München, hefur unnið að því síðustu daga að reyna að sannfæra Guehi um að koma til liðsins í sumar. (Sky Þýskalandi)
Þrátt fyrir að Rúben Amorim sé horfinn á braut þá hefur Manchester United ekki áætlanir um að taka aftur við Marcus Rashford (28) þegar lánssamningur hans við Barcelona rennur út. (TalkSport)
Enski sóknarmaðurinn Ethan Wheatley (19) hjá Manchester United mun ganga í raðir Bradford City á lánssamningi út tímabilið. (Manchester Evening News)
Roma hefur gert endurbætt tilboð í Donyell Malen (26), sóknarmann Aston Villa. (Daily Mail)
Jack Harrison (29), vængmaður Leeds, færist nær því að ganga í raðir Fiorentina á Ítalíu. (Daily Mail)
Juventus vill fá Bernardo Silva (31) í sumar þegar samningur hans við Manchester City rennur út. (Daily Mail)
Eric Dier (31) vill vera áfram hjá Mónakó en West Ham sendi fyrirspurn varðandi enska varnar- og miðjumanninn. (Daily Mail)
Tottenham hlustar ekki á fyrirspurnir í Mathys Tel (20) en Paris FC hefur áhuga á að fá hann á láni. (Florian Plettenberg)
Bournemouth er í viðræðum við Ferencvaros um ungverska miðjumanninn Alex Toth (20) en upphaflega 8,6 milljóna punda tilboði félagsins var hafnað. (Sky Sports)
Newcastle íhugar að kaupa varnarmann í þessum mánuði eftir að Tino Livramento (23) varð fyrir meiðslum aftan í læri sem halda honum utan vallar næstu átta vikurnar. (Sky Sports)
Nígeríumaðurinn Suleiman Sani (19) er á leið til RB Leipzig frá Trencin í Slóvakíu. Manchester City, Brentford og Tottenham höfðu áhuga á vængmanninum. (Daily Mail)
Liverpool mun ekki losa varnarmanninn Joe Gomez (28) í janúar eftir að Conor Bradley (22) varð fyrir hnémeiðslum sem halda honum á meiðslalistanum út tímabilið. (Football Insider)
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, er ofarlega á óskalista Real Madrid en Antonio Conte og Enzo Maresca eru einnig á blaði. (Fichajes)
Arsenal hyggst ekki selja enska varnarmanninn Ben White (28) þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma. Everton og Manchester City hafa sýnt honum áhuga. (Teamtalk)
Nottingham Forest hefur sent fyrirspurn varðandi Marcus Tavernier (26) en Bournemouth hyggst ekki selja enska vængmanninn. (Daily Mail)
Athugasemdir


