Um síðustu helgi var staðfest að Rafael Máni Þrastarson væri genginn í raðir ÍA frá Fjölni. Skagamenn kynntu svo Rafael í gær sem nýjan leikmann sinn.
„Rafael Máni er 18 ára kraftmikill, hraður og tæknilega góður sóknarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar leikið 51 meistaraflokksleik og skorað í þeim 20 mörk. Þá á Rafael leik fyrir U19 ára landslið Íslands," segir í tilkynningu ÍA.
Rafael hefur leikið fyrir Fjölni (og venslalið þess) allan ferilinn en í tilkynningu Þá er greint frá ansi sterkri tengingu hans við Akranes.
„Rafael Máni er 18 ára kraftmikill, hraður og tæknilega góður sóknarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar leikið 51 meistaraflokksleik og skorað í þeim 20 mörk. Þá á Rafael leik fyrir U19 ára landslið Íslands," segir í tilkynningu ÍA.
Rafael hefur leikið fyrir Fjölni (og venslalið þess) allan ferilinn en í tilkynningu Þá er greint frá ansi sterkri tengingu hans við Akranes.
„Rafael Máni á heldur betur rætur sínar að rekja upp á Skaga en báðir foreldrar Rafaels eru fædd og uppalin á Akranesi – og þá er Rafael Máni sjálfur fæddur á sjúkrahúsinu á Akranesi."
Rafael spilaði 12 leiki og skoraði 4 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð er Fjölnismenn féllu niður í 2. deild. Það hefur verið talað um 12 milljóna króna verðmiða en samkvæmt heimildum Fótbolta.net var upphæðin lægri.
Athugasemdir


