Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 09:46
Elvar Geir Magnússon
Verða þeir meistarar án markahróks?
Viktor Gyökeres er ásamt Leandro Trossard markahæsti leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni með fimm mörk.
Viktor Gyökeres er ásamt Leandro Trossard markahæsti leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni með fimm mörk.
Mynd: EPA
Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina án þess að vera með leikmann meðal tíu markahæstu leikmanna deildarinnar. Það gæti breyst ef Arsenal verður meistari í ár.

Manchester City er eina liðið sem hefur skorað meira en þau 40 mörk sem Arsenal hefur skorað á tímabili. En Arsenal er ekki með neinn áreiðanlegan markahrók til að stóla á.

Erling Haaland er með 20 deildarmörk fyrir Manchester City en Viktor Gyökeres og Leandro Trossard eru markahæstu leikmenn Arsenal með fimm mörk hvor. Þeir eru í 21. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Arsenal borgaði 64 milljónir punda fyrir Gyökeres í sumar en sænski landlsiðsmaðurinn hefur átt í vandræðum með að fylgja eftir markaskorun sinni með Sporting í Portúgal þar sem hann skoraði 97 mörk í 102 leikjum. Honum virðist svo sannarlega skorta sjálfstraust.

Í markalausa jafnteflinu gegn Liverpool þá átti hann aðeins átta snertingar á boltann og enga marktilraun. Hann hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í síðustu fimmtán leikjum.

Lægsta markaskorun markahæsta leikmanns meistaraliðs eru þrettán mörk, Frank Lampard með Chelsea 2005 og Ilkay Gundogan hjá Manchester City 2021.

Það má bera Arsenal saman við Chelsea meistaraliðið 2005 þar sem Jose Mourinho hafði yfir magnaðri vörn að skipa. John Terry, Riccardo Carvalho, WIlliam Gallas og Paulo Ferreira spiluðu flesta leiki saman í öftustu línu og liðið fékk aðeins á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner