Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   þri 13. janúar 2026 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Óvænt á toppnum í Frakklandi - Unnu níunda leikinn í röð
Pierre Sage er að gera magnaða hluti með Lens
Pierre Sage er að gera magnaða hluti með Lens
Mynd: EPA
Leikmenn franska félagsins Lens skráðu sig í sögubækurnar er þeir unnu Sochaux, 3-2, í 16-liða úrslitum franska bikarsins um helgina.

Lens er á blússandi siglingu undir stjórn Pierre Sage en það var að vinna níunda leikinn í röð í öllum keppnum.

Sage var áður þjálfari Lyon en tók við Lens síðasta sumar. Á stuttum tíma hefur honum tekist að ná ótrúlegum árangri með liðið sem situr óvænt á toppnum í frönsku deildinni með 40 stig, stigi fyrir ofan meistara Paris Saint-Germain.

Odsonne Edouard, sem kom frá Crystal Palace síðasta sumar, er með átta mörk á tímabilinu og er samherji hans, Wesley Said, með sjö mörk.

Matheus Udol og Adrien Thomasson leiða stoðsendingalistann í liðinu með fimm stoðsendingar. Markvörðurinn Robin Risser hefur haldið sex sinnum hreinu og aðeins fengið á sig þrettán mörk í sautján leikjum.

Það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti haldið sér áfram á sömu braut. Fá lið hafa veitt PSG samkeppni um titilinn síðustu ár en það hefur aðeins tvisvar gerst síðustu tíu ár þar sem annað lið hefur tekið deildarmeistaratitilinn. Mónakó vann hann árið 2017 og þá varð Lille meistari árið 2021.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrit með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner