Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þægilegt hjá Dortmund - Mainz spyrnti sér frá botninum
Serhou Guirassy skoraði þriðja mark Dortmund
Serhou Guirassy skoraði þriðja mark Dortmund
Mynd: EPA
Borussia Dortmund tókst að saxa á forystu Bayern München í titilbaráttunni með því að leggja Werder Bremen að velli, 3-0, í Dortmund í kvöld.

Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck kom Dortmund yfir á 11. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og gerði Marcel Sabitzer annað markið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Serhou Guirassy gerði út um leikinn undir lokin eftir stoðsendingu frá Jobe Bellingham og þar við sat.

Dortmund er í öðru sæti átta stigum frá toppliði Bayern eftir sautján umferðir.

Mainz lagði Heidenheim að velli, 2-1. Silvan Widmer og Nadiem Amiri komu heimamönnum í 2-0 á'ur en Stefan Schimmer minnkaði muninn hálftíma fyrir leikslok.

Sterkur sigur hjá Mainz í fallbaráttunni en liðið er í 16. sæti með 12 stig á meðan Heidenheim er í neðsta sæti með jafnmörg stig.

Mainz 2 - 1 Heidenheim
1-0 Silvan Widmer ('30 )
2-0 Nadiem Amiri ('48 )
2-1 Stefan Schimmer ('60 )

Borussia D. 3 - 0 Werder
1-0 Nico Schlotterbeck ('11 )
2-0 Marcel Sabitzer ('76 )
3-0 Serhou Guirassy ('83 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 16 14 2 0 63 12 +51 44
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
6 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
7 Eintracht Frankfurt 17 7 5 5 35 36 -1 26
8 Freiburg 16 6 5 5 27 27 0 23
9 Union Berlin 16 6 4 6 22 25 -3 22
10 Gladbach 16 5 4 7 22 24 -2 19
11 Köln 16 4 5 7 24 26 -2 17
12 Werder 16 4 5 7 18 31 -13 17
13 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
14 Wolfsburg 16 4 3 9 24 36 -12 15
15 Augsburg 16 4 2 10 17 32 -15 14
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner