Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   þri 13. janúar 2026 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Opinn fyrir því að fara frá Tottenham
Mathys Tel
Mathys Tel
Mynd: EPA
Mathys Tel, leikmaður Tottenham og franska U21 landsliðsins, er opinn fyrir því að yfirgefa enska félagið í þessum glugga til þess að eiga meiri möguleika á að komast á HM í sumar. Guardian greinir frá.

Paris FC, Fenerbahce og Galatasaray hafa sýnt því áhuga að fá Tel á láni út tímabilið.

Hann er sagður óánægður með stöðu sína hjá Tottenham, en hann hefur fengið fá tækifæri til að sanna sig fyrir Thomas Frank, stjóra félagsins.

Tel byrjaði vissulega bikarleikinn gegn Aston Villa um helgina, en það var aðeins sjöundi byrjunarliðsleikur hans í öllum keppnum á leiktíðinni.

Frakkinn var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Tottenham í september en var síðan kallaður inn í desember eftir að Dominic Solanke meiddist.

Framherjinn vill skoða það að fara annað út þetta tímabil en hann gerir sér vonir um að vera í landsliði Frakka á HM í sumar. Hann gegnir stöðu fyrirliða hjá U21 árs landsliðinu og er því í myndinni hjá Didier Deschamps fyrir HM-hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner