Vangaveltur eru um hver verði stjóri Real Madrid til frambúðar, eftir að Xabi Alonso var rekinn. Nafn Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, hefur þar verið nefnt.
Alvaro Arbeloa er tekinn við Real Madrid en gat ekki svarað því beint út á fréttamannafundi hvort hann hefði verið ráðinn sem bráðabirgðastjóri eða til frambúðar.
„Ég verð hérna alveg þar til Real Madrid segir mér að fara. Þetta er heimili mitt og þannig lít ég á þetta," sagði Arbeloa.
Alvaro Arbeloa er tekinn við Real Madrid en gat ekki svarað því beint út á fréttamannafundi hvort hann hefði verið ráðinn sem bráðabirgðastjóri eða til frambúðar.
„Ég verð hérna alveg þar til Real Madrid segir mér að fara. Þetta er heimili mitt og þannig lít ég á þetta," sagði Arbeloa.
Er á réttum stað
Klopp á aðdáendur innan stjórnar Real Madrid en hefur ekki sýnt mikla löngun til að snúa aftur í stjórastólinn eftir að hann hætti hjá Liverpool.
Hann er nú yfir alþjóðlegum fótboltamálum fyrir íþróttaarm Red Bull samsteypunnar.
„Það sem er í gangi hjá Real Madrid hefur enga tengingu við mig. Það er alltaf verið að skipta um þjálfara og það er fínt að fylgjast með því frá hliðarlínunni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvaða þýðingu það hefur fyrir mann persónulega. Þar sem ég er núna er rétti staðurinn fyrir mig," segir Klopp.
Þá segir hann ljóst að það sé eitthvað í ólagi hjá Real Madrid.
„Það eru merki þess að allt sé ekki 100% í lagi þarna þegar Xabi Alonso, sem hefur sýnt hjá Leverkusen hversu mikla þjálfarahæfileika hann hefur, þarf að fara frá Real Madrid aðeins sex mánuðum síðar. Þegar þú tekur við af goðsögn eins og Carlo Ancelotti sem er með mjög skýra sýn þá er erfitt að koma inn og breyta hlutum. Það hefur gert aðstæðurnar of flóknar fyrir Alonso. Ég finn til með honum því ég tel að hann sé virkilega góður þjálfari."
Mikið hefur verið fjallað um óánægju nokkurra stórra nafna innan leikmannahóps Real Madrid með þjálfunaraðferðir Alonso og það hafi á endanum orðið honum að falli.
Athugasemdir




