Hearts er með sex stiga forystu á Celtic og Rangers í titilbaráttunni í Skotlandi eftir sigur á St. Mirren í kvöld.
Hearts var manni færri lengst af þar sem Beni Baningime fékk rautt spjald eftir stundafjórðung. Hearts komst yfir þegar Lawrence Shankland skoraði eftir klukkutíma leik.
Hearts var manni færri lengst af þar sem Beni Baningime fékk rautt spjald eftir stundafjórðung. Hearts komst yfir þegar Lawrence Shankland skoraði eftir klukkutíma leik.
Tómas Bent Magnússon byrjaði á bekknum en hann kom inn á 68. mínútu og þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði hann annað mark liðsins og innsiglaði sigurinn.
Hearts er með 50 stig eftir 22 umferðir en Celtic og Hearts eru með 44 stig.
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann Aris 3-0 í átta liða úrslitum gríska bikarsins. Liðið mætir PAOK í undanúrslitum.
Athugasemdir




