Ungverjinn Dominik Szoboszlai var að koma Liverpool yfir gegn Barnsley í enska bikarnum en markið var af dýrustu gerð.
Szoboszlai er óumdeilanlega búinn að vera besti leikmaður Liverpool á þessu tímabili.
Hann kom sínum mönnum yfir á 9. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig. Algerlega óverjandi fyrir markvörð Barnsley.
Þetta var sjötta mark hans fyrir Liverpool á tímabilinu en það má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir



