Sádi-arabíska félagið Al Nassr hefur meinað brasilíska markverðinum Bento að fara til Genoa á Ítalíu eftir að markvörður liðsins sá rauða spjaldið í kvöld.
Nawaf Al-Aqidi kom inn í markið í stað Bento sem var á leið til Genoa á láni út tímabilið.
Al Nassr mætti Al Hilal í deildinni í kvöld og fékk Al-Aqidi að líta rauða spjaldið í síðari hálfleiknum. Hann fékk það fyrir að slá til leikmanns Al Hilal. Mjög sérstakt allt saman.
Fabrizio Romano segir að nú hafi Al Nassr ákveðið að koma í veg fyrir félagaskipti Bento til Genoa, enda er það ekki með annan markvörð fyrir næstu leiki.
Högg fyrir Bento og Genoa en ekki er ljóst hvort félagaskiptin séu algerlega úr sögunni eða hvort hann fái að yfirgefa Al Nassr síðar í glugganum.
West Ham hefur einnig sýnt Bento áhuga á síðustu vikum.
Athugasemdir



