Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 22:13
Brynjar Ingi Erluson
PSG úr leik eftir tap gegn nágrönnunum
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain, sem vann þrennuna á síðustu leiktíð, er úr leik í franska bikarnum eftir óvænt 1-0 tap gegn nágrönnum sínum í Paris FC á Parc des Princes í kvöld.

Paris FC var stofnað árið 1969 en var sameinað með Stade Germain ári síðar sem myndaði Paris Saint-Germain.

Tveimur árum síðar var ákveðið að setja Paris FC aftur á laggirnar en það hefur síðustu ár spilað í neðri deildunum en er nú að spila í deild þeirra bestu.

Luis Enrique stillti upp mjög sterku liði. Bradley Barcola, Khvicha Kvaratskhelia, Fabian Ruiz, Vitinha og Willian Pacho, en það var ekki nóg til þess að komast áfram.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 74. mínútu kom reiðarslagið fyrir PSG er Jonathan Ikone fékk boltann á miðjum teignum og sendi boltann í vinstra hornið.

PSG átti urmul af færum en náði ekki að jafna metin og er liðið því óvænt úr leik.

Paris FC er komið áfram í 16-liða úrslit og er ljóst að PSG mun ekki verja bikarmeistaratitilinn í ár.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner