Sergio Conceicao, þjálfari Al Ittihad í Sádi-Arabíu, vildi ekki ræða yfirvofandi félagaskipti franska leikmannsins N'Golo Kanté til Fenerbahce á blaðamannafundi í gær.
NY Times sagði frá því í gær að Fenerbahce væri búið að ná samkomulagi við Kanté um hann gangi í raðir félagsins í sumar þegar samningur hans við Al Ittihad rennur út.
Einnig er möguleiki á því að hann fari í þessum mánuði ef félögin ná saman um kaupverð.
Kanté, sem er 34 ára gamall, vill komast aftur í Evrópuboltann, en Conceicao segist ekki vilja hafa leikmenn sem eru ekki með rétta hugarfarið.
„Ég vil ekki ræða leikmannagluggann. Þeir leikmenn sem vilja vera áfram verða að vera með rétta hugarfarið og vinna af virðingu við klúbbinn,“ sagði Conceicao.
Athugasemdir


