Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 10:16
Elvar Geir Magnússon
Alonso tapaði í valdatafli gegn leikmönnum
Xabi Alonso og Vinícius Junior. Samband sem gekk ekki upp.
Xabi Alonso og Vinícius Junior. Samband sem gekk ekki upp.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Upphafið að endinum.
Upphafið að endinum.
Mynd: EPA
Arbeloa er tekinn við.
Arbeloa er tekinn við.
Mynd: Real Madrid
Spænskir fjölmiðlar eru mikið að rýna í brottrekstur Xabi Alonso sem var látinn taka pokann sinn hjá Real Madrid í gær.

Eftir tap gegn Barcelona í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins var Alonso látinn fara. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, er sagður óánægður með frammistöðu liðsins en Ofurbikarleikirnir voru lagðir upp sem úrslitaleikir um framtíð Alonso.

Perez og stjórn Real Madrid telji að liðið hafi ekki verið á réttri vegferð undir stjórn Alonso.

Liðið við stjórnvölinn en ekki stjórinn
En það sem mest er horft til í umræðunni eru hinsvegar deilur Alonso við stjörnuprýddan leikmannahóp Real Madrid. Mikið hefur verið fjallað um óánægju hjá hluta leikmanna við þjálfunaraðferðir Alonso.

Guillem Balague, einn þekktasti sérfræðingurinn um spænska boltann, segir að valdabarátta Alonso við leikmenn hafi sést í hnotskurn eftir Ofurbikarleikinn gegn Barcelona. Þar hafi Kylian Mbappe stýrt samherjum sínum frá því að standa heiðursvörð fyrir Börsunga á meðan Alonso hafi vikið undan.

„Þetta benti til þess að það væri liðið en ekki stjórinn sem væri við stjórnvölinn," segir Balague.

Ekki sameiginleg ákvörðun
Þá segir Balague ljóst að þó samkvæmt yfirlýsingu Real Madrid í gær að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða þá hafi Alonso einfaldlega verið rekinn. Þegar hann hafi mætt í vinnuna í gærmorgun hafi ekki verið annað í hans huga en að halda áfram að stýra Real Madrid.

Hann hafi verið boðaður á fund þar sem honum hafi verið tjáð að breytinga væri þörf; hann hefði ekki náð að setja sitt handbragð almennilega á liðið, leikmenn hefðu ekki bætt sig og virtust ekki vera að spila fyrir hann.

Real Madrid er í topp átta í Meistaradeildinni, fjórum stigum frá toppliði Barcelona í La Liga og er komið áfram í bikarnum. Balague segir að brottreksturinn sýni hinsvegar að Perez hafi aldrei haft almennilega trú á Alonso.

„Erfiðasta áskorun fótboltans er að byrja sem stjóri hjá Real Madrid. Enginn segir nei við félagið, ekki einu sinni þeir sem vita hversu erfitt það er að breyta kúltúr sem byggist á einstaklingsgæðum yfir í nútímalegu liðsframmistöðu þar sem allir pressa og allir verjast," segir Balague.

Balague segir að Alonso hafi ekki fengið að gera hlutina eftir sínu höfði og styrkingar á leikmannahópnum hefðu mistekist. Alonso hafi viljað hefja störf eftir HM félagsliða en ekki fengið þá ósk.

„Mótið fór fram eftir langt tímabil, leikmenn voru farnir að hugsa um sumarfríið sitt og aðrir vissu að þeir myndu ekki vera þarna áfram næsta tímabil. Hann fékk ekki einu sinni að ræða það að byrja eftir mótið," segir Balague.

Upphafið að endinum
Ástandið varðandi Vinicius Jr var upphafið að endinum hjá Alonso. Hann kenndi nýja stjóranum um að vera ekki að ná fram sínu besta og mótmælti þegar hann var tekinn af velli í El Clasico. Brasilíumaðurinn bað síðan alla afsökunar, nema Alonso. Hlé var gert á samingaviðræðum við Vinicius þar sem beðið var eftir því hvað myndi gerast með stöðu Alonso.

   29.10.2025 13:42
Vinicius biðst afsökunar en nefnir ekki Alonso

„Það voru ekki sterkir karakterar innan hópsins til að binda hann saman. Federico Valverde virtist uppteknari af sínu hlutverki en hvernig heildin kæmi út. Mbappe er að eltast við met. Alonso náði aldrei að sannfæra leikmenn um að sín leið væri sú rétta. Hann gat því ekki innleitt pressuna og tempóið sem einkenndi Leverkusen liðið hans," segir Balague.

Alvaro Arbeloa, sem var þjálfari varaliðs Real Madrid, er tekinn við stjórnartaumunum og búist er við því að hann haldi um þá út tímabilið hið minnsta.
Athugasemdir
banner
banner