Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 17:30
Elvar Geir Magnússon
Milan hefur áhuga á Goretzka
Leon Goretzka (til hægri) í leik með Þýskalandi.
Leon Goretzka (til hægri) í leik með Þýskalandi.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja AC Milan hafa áhuga á því að fá Leon Goretzka á frjálsri sölu frá Bayern München eftir tímabilið.

Samningur þýska landsliðsmiðjumannsins við Bayern München rennur út í sumar.

Gazzettan segir að forráðamenn Milan hafi þegar rætt við umboðsmann Goretzka.

Goretzka er 30 ára og nokkuð ljóst að hann færir sig um set eftir tímabilið, hann og Bayern hafa í raun aldrei verið nálægt samkomulagi um nýjan samning.

Hann er á góðum launum í Bæjaralandi og er ekki til í að taka á sig launalækkun.
Athugasemdir
banner
banner
banner