Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Paulista er mættur aftur heim til Brasilíu eftir að hafa spilað í Evrópu í þrettán ár. Hann hefur samið við Corinthians út 2027.
Paulista er 35 ára gamall en hann hóf meistaraflokksferil sinn með Vitoria í heimalandinu.
Árið 2013 gekk hann í raðir Villarreal á Spáni þar sem hann lék tvö tímabil áður en Arsenal keypti hann fyrir 11,3 milljónir punda.
Hann átti ágætis stundir í Arsenal-treyjunni og varð enskur bikarmeistari í tvígang, en hann var í mestu vandræðum með að ná góðu valdi á tungumálinu og sneri aftur til Spánar er hann samdi við Valencia.
Þar lék hann í sjö ár og varð einu sinni bikarmeistari en þaðan fór hann til Atlético Madríd og svo Besiktas.
Gabriel hefur nú ákveðið að klára ferilinn í heimalandinu, en hann samdi í gær við Corinthians út 2027.
Corinthians vann fylkisdeildina í Brasilíu á síðasta ári og fagnaði sigri í bikarnum.
APRESENTAÇÃO DO GABRIEL PAULISTA! ?????
— Corinthians (@Corinthians) January 12, 2026
Nesta segunda, após o treino da manhã, Gabriel Paulista falará com a imprensa pela primeira vez como zagueiro do Corinthians! ?????
???? Acompanhe ao vivo pela Corinthians TV!#VaiCorinthians pic.twitter.com/Gp0RAtsngu
Athugasemdir



