Það er óhætt að segja að það hafi mikið gengið á hjá kvennaliði Breiðabliks frá því að síðasta tímabili lauk. Þær áttu nánast fullkomið tímabil þar sem þær urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar.
Frá því að þessu geggjaða tímabili lauk þá hefur allt þjálfarateymið hætt ásamt því að níu leikmenn eru farnir frá félaginu.
Frá því að þessu geggjaða tímabili lauk þá hefur allt þjálfarateymið hætt ásamt því að níu leikmenn eru farnir frá félaginu.
Nik Chamberlain stýrði Breiðabliks til tveggja Íslandsmeistaratitla og eins bikarmeistaratitils en hann hætti eftir tímabilið til að taka við Kristianstad í Svíþjóð. Ian Jeffs tók við stjórnartaumunum í hans stað. En hann hefur verk að vinna.
Liðið hefur misst stórkostleg sóknarvopn í Andreu Rut Bjarnadóttur, Birtu Georgsdóttur og Samönthu Smith en þær eru allar farnar erlendis. Svo er Heiða Ragney Viðarsdóttir, sem hefur verið besti djúpi miðjumaður Bestu deildarinnar, farin til Svíþjóðar. Þetta eru alls 38 deildarmörk sem eru farin þarna. Sem betur fer fyrir Blika þá endursamdi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Bestu deildarinnar, við félagið.
Það er enginn leikmaður kominn til félagsins á þessum tímapunkti en hér fyrir má sjá listann yfir þá leikmenn sem eru komnir og farnir. Fótbolti.net tók þennan lista saman eftir bestu getu en það er af einhverri ástæðu ekki lengur hægt að sjá lista yfir staðfest félagaskipti á vef KSÍ.
Komnar:
Farnar:
Andrea Rut Bjarnadóttir til Anderlecht
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir til Parma
Birta Georgsdóttir til Genoa
Heiða Ragney Viðarsdóttir til Eskilstuna
Jakobína Hjörvarsdóttir í Stjörnuna
Katherine Devine
Katrín Ásbjörnsdóttir hætt
Kyla Elizabeth Burns
Samantha Smith til Boston Legacy
Elín Helena Karlsdóttir, sem var besti varnarmaður Bestu deildarinnar, gæti þá farið út í atvinnumennsku áður en nýtt tímabil hefst en það er áhugi á henni erlendis frá.
Svona er mögulegt lið Breiðabliks eins og staðan er í dag:
Einar Guðnason, þjálfari Víkinga, sagði undir lok síðasta tímabils að Fossvogsfélagið ætlaði sér að verða Íslandsmeistari í sumar og eins og staðan er núna, þá er það raunhæft. Blikar hafa misst það mikið að lið eins og Víkingur, Þróttur og FH hljóta að hugsa með sér að titillinn stóri sé í boði.
Það verður fróðlegt að fylgjast með stöðu mála hjá Blikum á næstu vikum, hvort félagið muni styrkja sig mikið áður en næsta tímabil hefst eða hvort treyst verður mikið meira á yngri leikmenn.
Athugasemdir




