Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   mið 14. janúar 2026 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Roma að kaupa átján ára framherja frá Marseille
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma er að ganga frá kaupum á hinum 18 ára gamla Robinio Vaz frá franska félaginu Marseille en hann lenti í Róm í gærkvöldi til að ganga frá sínum málum.

Vaz er 18 ára gamall franskur framherji sem hefur skorað fjögur mörk í nítján leikjum með Marseille á tímabilinu.

Á dögunum náði Roma samkomulagi við Marseille um kaup á Vaz, en kaupverðið nemur um 25 milljónum evra.

Sóknarmaðurinn lenti í Róm í gærkvöldi til að gangast undir læknisskoðun og mun síðan skrifa undir langtímasamning í kjölfarið.

Vaz er afar efnilegur leikmaður sem hefur spilað þrettán leiki og skoraði fjögur mörk fyrir yngri landslið Frakklands.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner