Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   mið 14. janúar 2026 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framtíð Pogba í óvissu - Meiðsli setja strik í reikninginn
Mynd: EPA
Pau Pogba sneri aftur á völlinn í nóvember eftir langa fjarveru en hann var dæmdur í bann fyrir að falla á lyfjaprófi.

Hann samdi við Mónakó í sumar en hann gat ekki byrjað að spila fyrr en í nóvember vegna meiðsla.

Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum en hann fór aftur á meiðslalistann um miðjan desember. Thiago Scuro, framkvæmdastjóri Mónakó tjáði sig um Pogba.

„Það eru alltaf tveir möguleikar: Annars vegar að þetta gangi vel og hann verði fljótlega kominn aftur á völlinn og geti haft áhrif, eða að ef þetta virkar ekki, þá geta aðilar örugglega sest niður í sumar og rætt aftur hvert við förum," sagði Scuro.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner