Chelsea tapaði 3-2 gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins á Stamford Bridge í kvöld.
Robert Sanchez leit ekki vel út í öðru marki Arsenal þegar honum tókst ekki að halda boltanum eftir fyrirgjöf frá Ben White og Viktor Gyökeres náði boltanum og skoraði. Hann missti einnig af boltanum þegar White skoraði fyrsta markið eftir horn.
Robert Sanchez leit ekki vel út í öðru marki Arsenal þegar honum tókst ekki að halda boltanum eftir fyrirgjöf frá Ben White og Viktor Gyökeres náði boltanum og skoraði. Hann missti einnig af boltanum þegar White skoraði fyrsta markið eftir horn.
„Fyrsta markið var vonbrigði. Það var liðinu í heild að kenna, ekki bara Sanchez. Ég er að byðja hann um að gera hluti sem hann er ekki vanur að gera. Ég gerði honum ljóst fyrir leikinn að ég ber ábyrgð á mistökum leikmanna," sagði Liam Rosenior, stjóri Chelsea.
„Hann var með heimsklassa vörslu gegn Mikel Merino. Það hefði getað gert út um einvígið. Hann hefur átt mjög gott tímabil. Ég er jákvæður í hans garð. Eg sagði: Mitt starf er að hjálpa honum en ekki kenna honum um. Þetta var hans fyrsti leikur undir minni stjórn."
Athugasemdir


