Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um umdeilda dóminn: Þetta gerir okkur sterkari
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Pep Guardiola vildi ekki láta veiða sig inn í umræða um umdeilda markið sem Chris Kavanagh dæmdi af liðinu í 2-0 sigrinum á Newcastle United í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum á St. James' Park í kvöld.

Antoine Semenyo og Rayan Cherki skoruðu mörk Man City í leiknum.

Semenyo skoraði annan leikinn í röð snemma í síðari hálfleiknum og setti boltann aftur í netið tíu mínútum síðar en markið var tekið af eftir margra mínútna skoðun VAR og Chris Kavanagh, dómara leiksins.

Það furðaði marga hversu langan tíma það tók að athuga hvort Erling Haaland værn fyrir innan. Ekki mjög skýrt og augljóst atvik.

„Fjórir dómarar og VAR gátu ekki tekið ákvörðun þannig þeir þurftu hjálp frá aðaldómaranum. Við vitum hvernig þetta virkar og þetta gerir okkur bara sterkari fyrir vikið. Við vitum hvernig við eigum að bregðast við í svona stöðu. Þetta eru undanúrslitin og við erum að spila upp á að komast í úrslit. Þetta mun gera okkur sterkari,“ sagði Guardiola.

Erling Haaland og Semenyo voru ekki alveg að tengja í fyrri hálfleiknum en Guardiola sá bætingu í þeim síðari.

„Þeir voru ekki alveg tengdir og ekki tilbúnir að ná boltanum, en þeir voru það í þeim síðari. Við vitum að Bournemouth gerði ótrúlega hluti með hann og í hvert einasta sinn sem hann fær boltann er hann mættur í svæðin,“ sagði Guardiola.

Man City mætir Newcastle í seinni leiknum á Etihad 4. febrúar næstkomandi.
Athugasemdir