Undanúrslit Afríkukeppninnar fara fram í Marokkó í kvöld og ekki hægt að biðja um betri leiki.
Senegal og Egyptaland mætast klukkan 17:00. Sérstaklega áhugaverður leikur fyrir stuðningsmenn Liverpool en þar mætast fyrrum samherjarnir Sadio Mané og Mohamed Salah.
Egyptaland er sigursælasta þjóð keppninnar með sjö titla en Senegal hefur unnið einn, en sá kom árið 2022 eftir að hafa einmitt unnið Egypta í úrslitaleiknum.
Klukkan 20:00 mætast gestgjafar Marokkó og Nígería. Achraf Hakimi er langstærsta nafnið í liði Marokkó, en hann var einn besti varnarmaður síðasta tímabils er Paris Saint-Germain vann þrennuna.
Nígería er með leikmenn á borð við Victor Osimhen, Ademola Lookman og Alex Iwobi. Marokkó hefur unnið keppnina einu sinni á meðan Nígería hefur unnið þrisvar.
Leikir dagsins:
17:00 Senegal - Egyptaland
20:00 Nígería - Marokkó
Athugasemdir




