Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Haaland er einn af þeim bestu
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósaði Erling Braut Haaland í hástert eftir að hann skoraði sitt 100. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Haaland varð fljótasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora 100 mörk en hann gerði það í aðeins 111 leikjum. Alan Shearer átti metið en hann gerði það í 124 leikjum.

Guardiola hefur alltaf haft mikla trú á Haaland, en hann var hins vegar ekki að búast við að hann myndi skila þessum tölum á svona stuttum tíma.

„Ef þú hefðir sagt mér að hann myndi skora 100 mörk í 111 leikjum þá hefði ég spurt þig: „Ertu viss? Í þessari deild?“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Margir af bestu framherjum heims hafa spilað í þessu landi og hann er einn af þeim, en ekki sá besti. Þetta snýst allt um tölur og við ætlum ekkert að ræða hans tölur frekar. Ég er ánægður fyrir hans hönd og að liðið hafi skilað honum þessum degi,“ sagði spænski stjórinn eftir leikinn.
Athugasemdir
banner