Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   fös 03. janúar 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Perin og Behrami komnir til Genoa (Staðfest)
Mattia Destro á leiðinni
Genoa byrjar janúargluggann á að styrkja sig fyrir komandi átök í fallbaráttu ítölsku deildarinnar.

Búið er að staðfesta komu markvarðarins Mattia Perin á lánssamningi frá Juventus sem gildir út tímabilið.

Perin, 27 ára, var hjá Genoa frá 15 ára aldri þar til hann var keyptur til Juve fyrir 15 milljónir evra sumarið 2018. Hann varð undir í byrjunarliðsbaráttunni við Wojciech Szczesny og Gianluigi Buffon og hefur aðeins spilað 9 deildarleiki fyrir Ítalíumeistarana margfalda.

Perin, sem á tvo A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu, tekur væntanlega byrjunarliðssætið af Ionut Radu, sem er hjá Genoa að láni frá Inter. Perin hefur verið meiddur síðustu níu mánuði.

Þá er svissneski miðjumaðurinn Valon Behrami kominn á frjálsri sölu eftir misheppnaða dvöl hjá FC Sion. Behrami er 34 ára gamall og hefur leikið fyrir félög á borð við Lazio, Napoli og West Ham á ferlinum.

Behrami verður hjá Genoa út tímabilið og er búist við að Mattia Destro gangi í raðir félagsins á næstu dögum frá Bologna. Hann mun einnig koma á lánssamningi.

Genoa er búið að reka tvo þjálfara á tímabilinu og situr í botnsæti Serie A deildarinnar með 11 stig eftir 17 umferðir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner