Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 03. janúar 2024 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fundaði með Aroni Bjarnasyni - Tveir aðrir á óskalistanum
Aron var frábær með Val tímabilið 2020.
Aron var frábær með Val tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ræddi ÍA við Aron Bjarnason á dögunum um möguleikann á því að hann kæmi til félagsins. Aron er samningsbundinn Sirius í Svíþjóð og þyrfti að kaupa hann þaðan. Fjallað hefur verið um að Aron kosti um 100 þúsund evrur.

Aron er með Skagatengingu því kærasta hans er þaðan.

Aron er þó ekki á leið til ÍA nema eitthvað mikið gerist, líklegra er að hann fari til Breiðabliks og Valur er einnig sagt hafa áhuga.

ÍA er með aðra hluti í forgangi. Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er á óskalistanum og er í forgangi að reyna landa honum. Rúnar er leikmaður Voluntari í Rúmeníu en fjölskylda hans er búsett á Akranesi.

ÍA er einnig að reyna landa reyndum króatískum miðverði og vonast Skagamenn til þess að ná samningi við hann á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner