Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fös 03. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Stígur Diljan Þórðarson.
Stígur Diljan Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stígur gekk í raðir uppeldisfélagsins á dögunum.
Stígur gekk í raðir uppeldisfélagsins á dögunum.
Mynd: Víkingur
Var á mála hjá Benfica.
Var á mála hjá Benfica.
Mynd: Benfica
Á fullri ferð.
Á fullri ferð.
Mynd: Benfica
Er kominn heim en stefnir aftur út.
Er kominn heim en stefnir aftur út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað. Ég er reyndar ekki byrjaður að æfa almennilega, við byrjuðum bara í dag. En þetta er bara mjög fínt," segir Stígur Diljan Þórðarson, nýr leikmaður Víkings, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Stígur skrifaði á dögunum undir samning hjá uppeldisfélagi sínu eftir að hafa verið á mála hjá Benfica í Portúgal og Triestina á Ítalíu síðustu árin.

Stígur er unglingalandsliðsmaður, fæddur 2006, og fór frá portúgalska stórliðinu Benfica til Triestina síðasta sumar. Hann fékk afskaplega lítið að spila á Ítalíu og er nú kominn heim í Víkina þar sem hann er uppalinn.

Hann var seldur frá Víkingi til Benfica haustið 2022 eftir að hafa komið við sögu í einum deildarleik og einum bikarleik með Víkingi.

Víkingar voru með smá forskot
Stígur segir að það hafi verið nokkuð erfið ákvörðun að koma heim en hann taldi þetta rétta skrefið fyrir sig á þessum tímapunkti.

„Þegar ég fattaði að ég væri að fara frá Ítalíu þá var pæling að halda áfram að vera úti og fara mögulega til Danmerkur. Hugsunin að fara heim var kannski fyrst erfið en svo varð maður spenntur fyrir því að spila fyrir Víking," segir Stígur.

Hann segist hafa rætt við önnur félög á Íslandi en valdi að fara í Fossvoginn á ný.

„Víkingar voru með smá forskot. Maður er uppalinn þar. Ég fór og talaði við önnur félög en að fara í Víking var bara geggjað. Maður þekkir umhverfið og maður þekkir Arnar (Gunnlaugsson) og Sölva (Geir Ottesen). Það sem er í gangi í Víkinni er ótrúlega spennandi."

Stígur segist hafa fylgst vel með Víkingi og íslenskum fótbolta eftir að hann fór út. Hann segir félagið vera komið á annað stig eftir að hann fór út og það sjáist á Evrópuárangrinum núna að undanförnu. Stígur gæti hugsanlega spilað með liðinu í næstu umferð gegn Panathinaikos.

Það er planið
Víkingar hafa á síðustu árum fengið til sín marga unga leikmenn og hefur félagið gert vel í því að þróa þá áfram. Þeir hafa nokkrir verið seldir aftur út og Stígur lítur klárlega til þess.

„Undanfarin ár hefur það verið plan hjá Víkingum að fá unga leikmenn aftur heim úr atvinnumennsku og selja þá svo aftur út. Þeir gerðu það með Kristal (Mána Ingason), Atla (Barkarson) og svo erum við að sjá það aftur með Gísla (Gottskálk Þórðarson) núna," segir Stígur.

„Planið er að fara aftur út. En núna er planið að standa mig vel með Víkingum og gera góða hluti."

Stígur segist spenntur að byrja að æfa og spila á fullu með Víkingum og hann ætlar sér gott hlutverk í liðinu.

Í samkeppni við landsliðsmenn
Stígur fór aðeins 16 ára út til Portúgal og samdi við stórlið Benfica. Hann lærði þar ýmislegt en það er mikil samkeppni hjá svona stóru félagi.

„Ég fór 16 ára til Portúgal, til Benfica. Ég byrjaði rosa vel og sló í gegn á nokkrum mótum. Ég var settur í U19 liðið. Þetta byrjaði rosa vel en svo kom erfiður kafli. Þetta var upp og niður. Ég var kantmaður þar og var að keppa við kantmenn sem voru í portúgalska landsliðinu. Alvöru samkeppni," segir Stígur og bætir við:

„Þetta var upp og niður. Síðasta sumar fór ég til Triestina á Ítalíu en það var grillað. Það voru fjórir þjálfarar á þremur mánuðum eða eitthvað. Þetta var ekki alveg eins og það átti að vera. Þegar ég var fenginn þangað þá var mér lofað að ég myndi spila fullt af leikjum. Það fór ekki eins og það fór."

Hvernig er að fara svona ungur út?

„Þegar maður fer þarna 16 ára, þá var það erfitt. En þetta er það sem manni langar að gera. Maður verður að færa ákveðnar fórnir," segir þessi efnilegi leikmaður.

Enn með stóra drauma
Stígur er enn með stóra drauma í fótboltanum og markmiðið er að fara aftur út í atvinnumennsku.

„Maður er enn með stóra drauma. Það er geggjað að vera mættur heim og ég er spenntur fyrir sumrinu, og vetrinum líka," segir Stígur en í lokin á viðtalinu var hann beðinn um að lýsa sér sjálfum sem leikmanni.

„Ég er með mikinn kraft, er teknískur. Eiginlega bara allur pakkinn, ég get líka varist vel, er sterkur og snöggur. Síðustu ár hef ég spilað á kantinum en Arnar vill sjá mig á miðjunni. Hann sagði við mig að ég væri miðjumaður. Ég myndi segja það, eiginlega bara allur pakkinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner