Stígur Diljan Þórðarson er genginn í raðir Víkings og skrifar hann undir samning út árið 2028. Hann er keyptur til Víkings frá Triestina á Ítalíu en hann samdi við ítalska félagið í sumar. Hann var fyrst orðaður við Víking fyrir um tveimur vikum síðan.
Stígur er unglingalandsliðsmaður, fæddur 2006, og fór frá portúgalska stórliðinu Benfica til Triestina í sumar. Hann fékk afskaplega lítið að spila á Ítalíu og er nú kominn heim í Víkinna þar sem hann er uppalinn.
Hann var seldur frá Víkingi til Benfica haustið 2022 eftir að hafa komið við sögu í einum deildarleik og einum bikarleik með Víkingi.
Stígur er unglingalandsliðsmaður, fæddur 2006, og fór frá portúgalska stórliðinu Benfica til Triestina í sumar. Hann fékk afskaplega lítið að spila á Ítalíu og er nú kominn heim í Víkinna þar sem hann er uppalinn.
Hann var seldur frá Víkingi til Benfica haustið 2022 eftir að hafa komið við sögu í einum deildarleik og einum bikarleik með Víkingi.
Stígur á að baki 19 unglingalandsleiki, þar af eru sex fyrir U19 landsliðið.
„Stígur er hávaxinn, stór og mikill. Gríðarlega kröftugur strákur sem er fastur fyrir. Ef ég má sletta aðeins þá væri orðið „powerhouse“ það sem mér finnst lýsa honum best. Stígur er að taka rétta skrefið á sínum knattspyrnuferli og við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Víkingur er á leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, liðið spilar tvo leiki gegn Panathinaikos í febrúar. Stígur er gjaldgengur fyrir þá leiki.
Það er spurning hvort að fleiri leikmenn mæti í Víkina fyrir umspilsleikina. Þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Galdur Guðmundsson, Kjartan Kári Halldórsson og Atli Þór Jónasson hafa verið orðaðir við félagið síðustu vikur.
Komnir
Daníel Hafsteinsson frá KA
Sveinn Margeir Hauksson frá KA
Stígur Diljan Þórðarson frá Ítalíu
Hákon Dagur Matthíasson frá ÍR (var á láni)
Ísak Daði Ívarsson frá Gróttu (var á láni)
Sigurður Steinar Björnsson frá Þrótti R. (var á láni)
Farnir
Samningslausir
Halldór Smári Sigurðsson (1988)
Óskar Örn Hauksson (1984)
Athugasemdir