Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 03. mars 2019 17:51
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Breiðablik sigraði Keflavík í sjö marka leik
Thomas Mikkelsen skoraði tvö í dag.
Thomas Mikkelsen skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 3 - 4 Breiðablik
1-0 Adam Árni Róbertsson (7' )
1-1 Thomas Mikkelsen (11' )
2-1 Sjálfsmark (23' )
2-2 Thomas Mikkelsen (43' )
2-3 Aron Bjarnason (52' )
2-4 Markaskorara vantar (67' )
3-4 Ísak Óli Ólafsson (80' )

Leik Keflavíkur og Breiðabliks var nú að ljúka rétt í þessu en liðin mættust í Reykjaneshöllinni. Leikurinn var hluti af Lengjubikarnum en liðin eru saman í riðli 4.

Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir strax á sjöundu mínútu leiksins. Daninn í liði Breiðabliks, Thomas Mikkelsen jafnaði einungis örfáum mínútum síðar.

Leikmaður Breiðabliks varð síðan fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Mikkelsen var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik þegar hann jafnaði leikinn á nýjan leik.

Staðan því 2-2 í hálfleik. Aron Bjarnason kom Breiðablik yfir á 52. á mínútu. Fjórða mark Breiðabliks kom síðan á 67. mínútu og leikurinn svo gott sem unninn.

Ísak Óli Ólafsson náði að klóra í bakkann fyrir Keflvíkinga á 80. mínútu en lengra komst liðið ekki og 3-4 sigur Breiðabliks því staðreynd.

Breiðablik er búið að vinna alla sína þrjá leiki og er með níu stig í toppsætinu. Keflavík með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner